A A A
VeftrÚ
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Harpa Oddbj÷rnsdˇttir

Harpa er með B.A. í sálfræði frá Háskólanum á Akureyri (HA) og er með átta ára reynslu af ráðgjöf hjá Sólstöfum, einnig hefur hún séð um fræðslu fyrir fyrirtæki, stofnanir og fleira. Harpa hefur setið leiðbeinandanámskeið hjá Stígamótum og á þeim námskeiðum er meðal annars kennt hvernig á að leiða sjálfshjálparhóp að fyrirmynd Stígamóta, að taka viðtöl við þolendur kynferðisofbeldis og aðstoða þá við að skila skömminni þangað sem hún á heima og styrkja þá í að halda lífinu áfram sem sterkir einstaklingar.

Harpa hefur einnig farið á leiðbeinandanámskeið Blátt áfram samtakanna og lærði þar að leiða Verndarar barna námskeið. Í kjölfarið leiddi hún fjölmörg Verndarar barna námskeið fyrir

starfsmenn sem vinna með börnum og unglingum. Harpa sótti og lauk námskeiði árið 2010 á meistarastigi við HA en áfanginn bar heitið; Kynbundið ofbeldi, ill meðferð og vanræksla.

Harpa hefur einnig lært að leiða hóp unglingsstúlkna eftir hugmyndafræði BellaNet sem á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar. Leiðbeinendur læra að leiða hóp stúlkna þar sem markmiðið er meðal annars að efla sjálfstæði og sjálfstraust þeirra. 

 

Sími: 846-7487
Vefpóstur: harpa.odd@gmail.com

Eldri frÚttir
┴ d÷finni Tenglar
Vefumsjˇn