A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Bandaríska sendiráðið í heimsókn

Mynd fengin að láni af vef www.bb.is
Mynd fengin að láni af vef www.bb.is

Við fengum góða heimsókn þann 2. ágúst sl. Brad Evans, stjórnmálaerindreki sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, og Axel V. Egilsson, stjórnmálafulltrúi stjórnmáladeildar þess settu sig í samband við okkur í júlí og vildu endilega fá að kíkja á starfsemina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gefur út árlegar skýrslur um  mannréttindarmál og var erindrekinn og fulltrúi hans, staddur hér til þess að afla upplýsinga fyrir þær skýrslur. Voru þeir að kynna sér þessi málefni út á landi. Fyrir utan að heimsækja okkur fóru þeir að skoða Fjölmenningarsetrið og hittu síðan Halldór Halldórsson bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. 

...
Meira

Yndislegur dagur !

Flotta kakan frá Gamla bakaríinu
Flotta kakan frá Gamla bakaríinu
« 1 af 7 »

 

Já, hann var yndislegur. Sunnudaginn 10. júní sl. opnuðum við formlega nýja húsnæðið okkar. Sólin reis, björt og fögur þennan dag og bauð þannig upp á fullkomin dag til þess að bjóða fólki að fagna með okkur opnun á húsnæði Sólstafa Vestfjarða.

 

Við mættum galvaskar á hádegi, íbúðin á hvolfi. Kassar, húsgögn og ryk, allt í einni hrúgu biðu okkar. Fjórir tímar til stefnu. Valkyrjurnar, við, hófumst handa við að undirbúa opnunina. Þrifum glugga að utan sem innan, færðum til húsgögn, gólf og húsgögn voru þrifin, blóm voru tínd í görðum til þess að setja í vasa og Samkaup var heimsótt til þess að kaupa pappadiska, plastglös,  sérvettur, kerti, klaka, mjólk og svo framvegis. Marsibil okkar, Billa, færði okkur nokkur dásamleg listaverk og hengdi upp á vegg ásamt verki eftir dóttur hennar, Sunnevu.

...
Meira

Loksins er komið að því

Í dag 10. júní kl 16:00 munum við Sólstafakonur opna nýja húsnæðið okkar að Túngötu 12, Ísafirði.  Þar með er starfsemin hafin fyrir alvöru.

Við höfum á undanförnum vikum undirbúið okkur meðal annars með því að fara á námskeið í Reykjavík, fá ráðgjafa til þess a halda námskeið hér á Ísafirði og með því að gera húsnæði okkar heimilislegt fyrir þá sem þangað vilja leita. Íbúðin sem við höfum tekið á leigu er lítil en ofboðslega notarleg og á hárréttum stað. Húsgögnin höfum við fengið frá Sunnevu okkar Sigurðardóttur og nokkrum öðrum velviljuðum einstaklingum.

 

Öllum er boðið að koma að fagna þessum áfanga með okkur auk þess að  fá kökusneið og góðan kaffibolla.

 

Við vonum að sem flestir sjái sér fært um að koma og sýna þannig starfi okkar stuðning.

 

Baráttukveðjur,

 

Sólstafir Vestfjarða, systursamtök Stígamóta

Fræðandi og skemmtilegt námskeið.

Thelma Ásdísardóttir
Thelma Ásdísardóttir
Á morgun kemur til okkar Thelma Ásdísardóttir og verður með námskeið. Við ætlum að hittast annað kvöld frá klukkan 19:00 til 22:00 svo hittumst við aftur á laugardagsmorgun klukkan 09:00 og vinnum frameftir degi. Farið verður yfir hvað gert er í sjálfshjálparhópum og hvernig hóparnir og samtökin gagnast okkur til að vinna úr slæmum reynslum. Þetta verður bara gaman. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 898-9871 (Sunneva). Ég er að vísu að vinna eins og sleggja á morgun svo ef ég svara ekki þá endilega að skilja eftir skilaboð og ég mun hafa samband um leið og ég kemst í símann;) Kærar kveðjur Sunneva

Fréttasafn

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón