A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Leiđbeinandanámskeiđ Stígamóta

Dóra dýrmćta var međ myndţerapíutíma á sunnudeginum
Dóra dýrmćta var međ myndţerapíutíma á sunnudeginum
« 1 af 7 »
Um síðustu helgi, 21.-23. september, sat ein okkar leiðbeinandanámskeið Stígamóta fyrir sjálfshjálparhópa. Námskeiðið var haldið að Sólheimum í Grímsnesi og fengum við heilt hús út af fyrir okkur til þess að gista og borða í.
Nítján konur voru á námskeiðinu fyrir utan Þórunni eldabusku og Dóru sem kom á sunnudeginum með smá myndþerapíutíma. Þórunn sá til þess að við værum saddar og sælar allan daginn og vel það og stóð hún sig eins og hetja. Morgunverðarhlaðborð, grjónagrautur og slátur í hádeginu, grautarlummur í kaffinu, grilluð læri í kvöldmat og súkkulaðikaka í eftirrétt. Namm, við vorum saddar langt fram á mánudag held ég. 

Við mættum galvaskar á föstudagskvöldinu og komum okkur fyrir í notalegum herbergjum Veghúss. Klukkan 20 hófst námskeiðið formlega með kynningu á hugmyndafræði Stígamóta og enduðum ...
Meira

Notarlegt kvöld í Sólstafahúsinu

Sýndu hugrekki, rjúfđu ţögnina!
Sýndu hugrekki, rjúfđu ţögnina!
Við viljum hvetja alla þá sem áhuga hafa að kíkja til okkar í kaffi í kvöld, þriðjudaginn 28. ágúst, á milli 20 og 22. Boðið verður upp á kaffi og notarlegheit í Sólstafahúsinu öll þriðjudagkvöld á þessum tíma og mun þetta vera fyrsta kvöldið af vonandi mörgum. Ætlunin er að spjalla saman á rólegu nótunum um allt milli himins og jarðar.

Markmiðið er að fá fólk til þess að vakna til vitundar og ræða um hvernig við getum hjálpast að við að efla samfélagið, þar með okkur sjálf,  í því að vernda börnin okkar og fullorðna gegn kynferðislegu ofbeldi.

Okkur ber skylda til þess að vera hughrökk og ábyrg í þessum málum, að þora að tala um, greina og fyrirbyggja kynferðisofbeldi. 
Okkur ber skylda til þess að spyrja " Hvað get ég gert til þess að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi?"

Þögnin er verst. Við viljum ræða þessi mál við ÞIG sem ert þolandi, móðir, faðir, afi, amma, frænka, frændi, systir, bróðir, vinur, kennari, alla þá sem eru hluti af samfélaginu. 


Baráttukveðjur
Sólstafakonur

Haust og vetrarstarf Sólstafa

Dagurinn styttist óðum og við hjá Sólstöfum erum að undirbúa haust og vetrarstarfið. Eftir að Sunna og Inga Maja fluttu stöndum við þrjár eftir, Harpa Stefánsdóttir, Harpa Oddbjörnsdóttir og Marsibil Kristjánsdóttir. Munum við halda utan um starfið í fjarveru Sunnevu en mun hún þó fylgjast vel með okkur að utan enda ekki mikið mál þegar tölvur eru orðnar "besti vinur mannsins" ef svo má segja.

Ýmislegt er í bígerð hjá okkur í vetur, m.a.:

  • Frekari fræðsla í Grunnskóla Ísafjarðar
  • Komast að með álíka fræðslu í öðrum skólum á Vestfjörðum
  • Opið spjallkvöld öll þriðjudagskvöld frá 20-22
  • Síminn opinn allan sólahringinn fyrir bókanir í einstaklingsviðtöl
  • Starfskonur fara á leiðbeinandanámskeið hjá Stígamótum
  • Leiðbeinandanámskeið hjá Blátt áfram vegna forvarnarátaks gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
  • Hópastarf
  • Einstaklingsviðtöl
  • og margt margt fleira....
Við viljum benda á að öllum er velkomið að kíkja til okkar í spjall, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum, öllum. Bara hringja í 846 8846 og við bjóðum ykkur upp á dýrindis kaffibolla og gott spjall.

Baráttukveðjur
Sólstafakonur

Viđburđaríkt sumar

Billa sólstafakona í fullum skrúđa
Billa sólstafakona í fullum skrúđa
« 1 af 2 »
Sumarið hefur verið alveg einstaklega yndislegt þetta árið. Mikið gerðist hjá Sólstöfum Vestfjarða, bæði varðandi félagið og í einkalífi starfsmanna.

Eins og sjá má á fyrri færslum fengum við heimsókn frá Bandaríska sendiráðinu þann 2. ágúst sl. og þann 10. júní var formleg opnun á Sólstafahúsinu að Túngötu 12, Ísafirði.

Af starfsmönnum er það að frétta að bæði Marsibil og Sunneva gengu í það heilaga. Til lukku Billa og Sunna ! Megi gæfan fylgja ykkur hvert sem þið farið og hvað sem þið gerið!

Ingibjörg María, eða bara Inga Maja flutti frá okkur til þess að taka við stöðu skólastjóra sem hún á eflaust eftir að standa sig vel í eins og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur...
Meira

Fréttasafn

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón