A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Talađ viđ 7. til 10. bekk á Patreksfirđi

Á dögunum keyrðu tvær Sólstafakonur í illviðri til Patreksfjarðar. Við komumst þó á klakklaust á leiðarenda fyrir rest og gistum yfir eina nótt á gistiheimili sem við höfðum algjörlega útaf fyrir okkur. Daginn eftir hittum við nemendur frá grunnskólanum á Patreksfirði, Bíldudal og Barðaströnd.  Ég og Billa vorum þar í fyrsta sinn að að fara í skóla með svona fræðslu. Við fengum að fylgjast með því sem kallað er Salur en þá eru nemendur samankomnir í sal skólans og flytja atriði fyrir hvert annað. Mikið var gaman að sjá samstarf á milli eldri bekkja og þeirra yngstu. Lífsgleðin skein af þeim öllum.  

Fræðslan var kynjaskipt og byrjuðum við því að ræða við strákana. Bæði strákarnir og stelpurnar tóku þetta mjög
...
Meira

Ţriđjudagskvöldiđ 16. október nk.

Eins og lesendur síðunnar hafa vonandi séð þá gerðum við óskaspjöld sl. þriðjudagskvöld. Það var yndislegt kvöld með frábærum konum. Við sátum til að byrja með, flettum blöðum og spjölluðum saman. Fljótlega fórum við þó að leita inná við, flettum hverju blaðinu á fætur öðru og urðum sífellt þögulli. Kertin brunnu niður og kaffið varð kalt í bollunum á meðan við unnum að því að setja óskir okkar og drauma niður á blað. Heim fórum við um kvöldið, ákveðnar að láta allt rætast.

Næsta þriðjudagkvöld, þann 16. okt nk. munum við leyfa þeim sem ekki náðu að klára sitt spjald, að klára ef þeir vilja auk þess að vera með annað mjög svo skemmtilegt verkefni sem þó er alls ekki skylda, ef þú vilt bara koma til að fá góðann kaffibolla þá ertu velkomin.

Sjáumst á þriðjudaginn!
 

Óskaspjald í ţriđjudagkvöldi

Síðast liðin þriðjudagskvöld höfum við haft opin kvöld í Sólstafahúsinu frá 20 – 22.  Markmiðið er að fá sem flesta, ekki bara þolendur ,til þess að koma og spjalla við okkur  um hvernig við getum barist á móti kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum og fullorðnum.  Hvaða leiðir eru mögulegar, hvað við sem einstaklingar getum gert til þess að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi.  Við höfum setið og spjallað við kertaljós, ilmandi kaffi og þegar úti er veður vont höfum við jafnvel  haft  súkkulaðimola í skál.

Næstu þriðjudagskvöld ætlum við að prófa eitthvað nýtt.

...
Meira

Styrkur frá félagsmálaráđuneyti

Í þar síðustu viku fengum við gríðarlega mikilvægan styrk frá félagsmálaráðuneytinu. Í apríl s.l. sóttum við um styrk vegna húsaleigu í heilt ár, að upphæð 700 þús. Skiluðum við inn góðri skilagrein með umsókninni og biðum spenntar eftir svari.

Loksins, eftir langa mæðu, barst svarið. Við fáum styrk að upphæð 600 þús kr! Þetta er okkur afar mikilvægt þar sem áframhaldandi leiga stóð og féll með svarinu frá þeim. Við hefðum ekki haft efni á húsnæðinu ef við hefðum ekki fengið styrkinn, a.m.k. ekki lengi.

 Við Sólstafakonur þökkur kærlega fyrir stuðinginn og vonum að við getum á komandi árum haldið áfram að leita til ráðuneytisins eftir stuðningi.

Áfram Sólstafir Vestfjarða!

Fréttasafn

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón