A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Allt á fullt aftur eftir smá námshlé

Jólin eru víst löngu búin og kominn tími til að sýna lífsmark hér á síðunni. Báðar Hörpurnar hafa verið í borg óttans að skóla sig. Önnur hefur snúið tilbaka en hin á eftir að klára en kemur von bráðar. Hlé hefur því verið á starfsemi Sólstafa síðan á áramótum. Við erum að fara á fullt aftur og hlökkum mikið til að takast á við annað starfsárið okkar hér.

Eins og áður verður opið hús á þriðjudagskvöldum frá 20-22 og einstaklingar geta pantað viðtöl hvenær sem er.

Þrátt fyrir að starfsemin hafi legið niðri í tvo mánuði hefur ýmislegt gerst. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá hve vel okkur hefur verið tekið hérna og við finnum fyrir gríðarlega miklum stuðningi frá samfélaginu. Greinilegt er að löngu var komin tími til að setja upp þessa þjónustu hér. Við erum afar þakklátar öllum þeim sem hafa styrkt okkur og stutt.

Við þökkum nemendafélagi Menntaskólans á Ísafirði innilega fyrir tónleikana sem haldnir voru til styrktar okkur. Okkur þótti sérstaklega vænt um að félagið sjálft styrkti okkur um 50 þús, fyrir utan tónleikana sem sagt.

Zontakonur seldu nælur til styrktar Stígamótum, Aflinu á Akureyri og Sólstöfum. Við því miður gátum ekki tekið þátt í söfnuninni en við höfum heyrt að hver einasta næla hafi selst og það hefði verið hægt að selja miklu fleiri. Það er frábært að heyra að samfélagið hér hafi tekið þessu svona vel. Þetta er vísbending um það að við ætlum okkur öll að láta hlutina gerast og breytast frá því sem áður var. Það er sérstaklega ánægjulegt að heyra þar sem við ætlum okkur að gera stóra hluti á næstunni.

Það sem er framundan hjá okkur:Markmið okkar hjá Sólstöfum er að gera okkur óþarfar í því að taka á móti þolendum kynferðislegs ofbeldis, við vitum að það er óraunhæfur möguleiki en vert að stefna að því samt sem áður. Með áframhaldandi stuðningi frá samfélaginu getum horft bjartsýnar fram á veginn. Auk þess að halda áfram með vinnu okkar við að taka á móti þolendum kynferðislegrar misnotkunar,  og hjálpa þeim á leið sinni að betri líðan þá erum við að fara af stað með árs til tveggja ára verkefni. Við ætlum okkur uppfræða Ísafjarðarbæ, vekja fólk til vitundar um að það er nauðsynlegt að standa saman að því að vernda börnin okkar.  Nú þegar hefur ein starfskona Sólstafa farið á leiðbeinandanámskeið hjá Blátt áfram sem eru samtök sem standa að forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Þrjár til viðbótar fara á sama námskeið þann 10. Maí nk.  Það sem við lærum þar er að leiða námskeiðið Verndarar barna. Það er komið frá grasrótarsamtökum  Darkness 2 light sem hefur  höfuðstöðvar í Charleston í Suður Karólínu, og leitast þau við að vernda börn gegn kynferðislegri misnotkun með því að leggja ábyrgðina á herðar hinna fullorðnu.  Námskeiðið er ætlað til þess að kenna
...
Meira

Jólakveðja

Sólstafir Vestfjarða óska þess að þið eigið gleðilega hátið og vonum við að nýtt ár færi ykkur birtu og yl. Við þökkum hjartanlega fyrir allan þann stuðning sem okkur hefur hlotnast á liðnu ári. 

Jólakveðja, 
Sólstafakonur
Sunneva, Marsibil, Harpa S og Harpa O 

Fyrsta námskeiðinu lokið

Fyrsta námskeiðinu, Verndarar barna, er lokið. Það var haldið í gærkvöldi í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Verndarar barna er námskeið sem  boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Námsefnið er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og unglingum – sem og einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra.  Efnið byggist á 7 skrefa bæklingnum til verndar börnunum okkar.   

Ég bauð 10 manns að koma, 3 komust ekki.  Þegar ég fór á leiðbeinandanámskeiðið fyrir sunnan þá fékk ég 10 vinnubækur sem voru innifaldar í námskeiðsgjaldinu. Sumir nota þær til þess að æfa sig á fjölskyldu og vinum áður en fyrsta „alvöru“ námskeiðið er haldið. Ég ætlaði mér að gera það en ákvað að skella mér bara í djúpu laugina og bjóða nokkrum „lykilmanneskjum“ á námskeið. 

Þeir sem mættu voru : grunnskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar, leikskólafulltrúi Ísfj., yfirmaður

...
Meira

Forvarnarátak gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum

Forvarnarátak

Fyrir 2 vikum síðan sat ein Sólstafakvenna leiðbeinandanámskeið hjá Blátt áfram samtökunum þar sem hún lærði að leiða námskeið fyrir fullorðna einstaklinga, s.s. foreldra, afa og ömmur, frænda og frænkur, systur og bræður, kennara, námsráðgjafa, bara alla þá sem eiga, eru í kringum eða vinna með börnum. 
Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla forvarnir í bæjar- og sveitarfélögum gegn kynferðislegur ofbeldi á börnum. 

Markmiðið er að á næstu 5-7 árum náum við að þjálfa 5% af fullorðnum á Íslandi í að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi. 
Hver sá sem sækir námskeiðið nær að vernda 10 börn skv. niðurstöðum rannsókna samtakanna Darkness to Light.


Þegar við yfirfærum þessar tölur yfir á Vestfirði

...
Meira

Fréttasafn

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón