A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Reykjavíkurferð

Um síðustu helgi fóru þrjár starfskonur á leiðbeinandanámskeið Stígamóta. Lísbet, nýja starfkonan okkar, Harpa Stefáns og Harpa Oddbjörns héldu suður á bóginn með aðstoð Rauða Krossins sem styrkir okkur alltaf með því að greiða fyrir þau flugför sem við þurfum á að halda. Alveg ótrúlegur velvilji sem við mætum alltaf hjá þeim! Eyddum við þrjár helginni með frábæru fólki með mikla hugsjón varðandi baráttuna gegn kynferðislegu ofbeldi.
Þema námskeiðsins var mörk. Hvar mörk okkar og annarra liggja. Mikið ofboðslega höfðum við gott af því að fara í gegnum þetta. Algjörlega magnað. Þátttakendur voru um 15 manns og einstaklega ánægjulegt var að sjá að tveir karlmenn voru þar á meðal.  Það var alveg frábært fá að kynnast þeim! Námskeiðið stóð yfir alla helgina frá kl 9:15 til 16-17 seinnipartinn. Aldrei fórum við úr húsinu á meðan námskeiðinu stóð enda þjappaði það okkur enn meira saman að vera ekki að flækjast hingað og þangað í hádegismat. Margir þátttakendur voru að sitja sitt annað leiðbeinandanámskeið og voru þarna einhverjir sem höfðu komið oftar. Sýnir okkur bara að það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt. Við munum klárlega mæta aftur næst!

Á mánudeginum áttum við góðan fund með Sigríði Björnsdóttur hjá Blátt áfram samtökunum og fórum við yfir stöðu mála. Eins og þið vonandi vitið þá erum að taka þátt í forvarnarátaki þeirra „Verndarar barna“.  Það eflir og styrkir okkur sólstafakonur gríðarlega að fara suður öðru hvoru til að styrkja tengslin og sækja okkur nýjar upplýsingar svo við getum unnið starf okkar betur hér á Vestfjörðum. Alger óþarfi er að finna upp hjólið aftur og aftur.
Lísbet og Harpa O framlengdu ferð sína um sólahring vegna  
...
Meira

Mögnuð samstaða

Sólstafir leituðu í ágústmánuði sl. til allra sveitafélaga á Vestfjörðum um samtarf við að senda alla starfsmenn sem vinna með börnum á námskeiðið Verndarar barna. Við höfum vægast sagt fengið frábærar viðtökur. Af þeim tíu sveitarfélögum á Vestfjörðum hafa átta svarað. Öll á þann veg að sveitarstjórninar hafa ákveðið að taka þátt í þessu með okkur. Allir eru að leggjast á eitt til að gera þennan draum að veruleika!Þessi átta sveitarfélög eru Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Reykhólahreppur og Bolungarvík. Aðeins Árneshreppur og Bæjarhreppur eiga eftir að svara en við vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum. 

Auk þessa hefur Svæðisskrifstofa fatlaðra á Vestfjörðum pantað námskeið fyrir sína starfsmenn sem eru um 60 talsins. Búið er að halda tvö námskeið fyrir þau, samtals 15 manns og næsta námskeið verður

...
Meira

Veturinn annasamur og vonandi árangursríkur

Markmið okkar m.a. er að virkja hina fullorðnu í okkar samfélagi í að vernda börnin gegn kynferðislegri misnotkun. Það er  mikilvægt að allir séu upplýstir á sama hátt og þekki sömu staðreyndir. Við viljum einnig vekja þá sem misnota til umhugsunar og reyna með markvissum  aðgerðum koma í veg fyrir að þeir athafni sig hér.  

Við ætlum okkur að fá alla starfsmenn sem vinna með börnum á Vestfjörðum til að sitja námskeiðið „Verndarar barna“  og höfum við sent  út óskir um samstarf til allra sveitarfélaga og hreppa á Vestfjörðum.  Samkvæmt verðskrá Blátt áfram kostar námskeiðið kr. 9.000 fyrir hvern einstakling. Því er ljóst að töluvert fjármagn þarf til þess að láta þetta rætast. Við teljum að á Vestfjörðum öllum séu um 5-600 starfsmenn sem vinna með börnum og því þurfum við að safna um 5.500.000 kr. Er fimm og hálf milljón mikill peningur fyrir að vernda börn í heilum landshluta  gegn kynferðislegu ofbeldi?  Dagmæður, leikskólakennarar,  kennarar í grunnskóla og menntaskóla, íþróttaþjálfarar, starfsmenn félagsmiðstöðva, lögreglan, allir þjálfaðir í því að vernda börnin okkar gegn kynferðislegu ofbeldi. Nei, þetta er hlægileg upphæð. :

Þau sveitarfélög og hreppir sem hafa svarað erindi okkar hafa ákveðið að taka þátt í kostnaðinum með

...
Meira

Námskeið á næstunni og ný starfskona Sólstafa

Mynd: Ágúst G. Atlason.    Velkomin Lísbet!
Mynd: Ágúst G. Atlason. Velkomin Lísbet!
« 1 af 3 »

Sólstafir Vestfjarða ætla að taka þátt í forvarnarverkefni samtakanna
Blátt áfram sem hafa hrundið af stað langtíma verkefni með miklum glæsibrag.
Við hjá Sólstöfum ætlum okkur að uppfræða Vestfirði, vekja fólk til vitundar
um að það er nauðsynlegt að standa saman að því að vernda börnin okkar.
Það gerum við með því að halda námskeiðið Verndarar Barna fyrir alla þá
sem vinna með börnum . Forvarnarátak Blátt áfram samtakanna felst að
stórum hluta í þessu námskeiði og höfum við mikla trú á því. Við komum til
með að fara með þessa fræslu víðsvegar um Vestfirði á næstu 1-2 árunum.

Í dag erum við með hóp fólks sem er bjartsýnt á að láta þetta ganga og
virkja Ísafjarðabæ og helst alla Vestfirði  í að ,,Vernda börnin". Vekja
heilt bæjarfélag eða heilan landshluta til vitundar því...
Meira

Fréttasafn

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón