A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Starfsemin

Við Sólstafi starfa nú þegar tvær starfskonur sem sinna einkaviðtölum og fræðslu. Við erum ánægðar með að geta sagt frá því að næsta haust mun sú þriðja bætast við og kemur hún til með að leiða sjálfshjálparhópa að fyrirmynd Stígamóta. Hópastarfið verður auglýst nánar þegar nær dregur.

 

Fjármögnun samtakanna hefur verið frá upphafi í formi styrkja og sá stærsti frá Velferðarráðuneytinu en hann verður nýttur í starfið framundan. Í desember síðastliðnum fengu Sólstafir styrk frá Orkuvirki ehf. ásamt sex öðrum félögum á Vestfjörðum. Við fengum alls 250 þúsund krónur og viljum nota tækifærið og þakka Orkuvirki kærlega fyrir góðan stuðning.

Blátt áfram fćrir vestfirskum sveitafélögum viđurkenning 27. apríl nk.

Sveitarfélög á Vestfjörðum náðu því frábæra markiði að vera fyrst á landinu til að ná þeim áfanga að fræða 5% allra þeirra sem starfa með börnum og unglingum í byggðarlaginu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Var það liður í vitundarvakningu Blátt áfram samtakanna. Sveitarfélögin sem hér um ræðir eru Bolungarvík, Hólmavík, Súðavík og Ísafjarðarbær.Blátt áfram samtökin eru gríðarlega ánægð með þennan árangur:
„Fyrst til að ná þessu marki voru sveitarfélög á Vestfjörðum. Nú er komið fordæmi um hugrekki og kjark fullorðinna sem vilja vera betur í stakk búin til að vernda börnin okkar. Starfskonur Sólstafa Vestfjarða tóku að sér af fullum krafti að annast fræðsluna á Vestfjörðum. Þær fengu styrki frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vestfjörðum en einnig frá dóms- og kirkjumála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti.“, segir í tilkynningu frá Blátt áfram. 

Á hálfu ári hafa tæplega 300 starfsfólk stofnana sem starfa með börnum á Vestfjörðum setið námskeið á vegum samtakanna. „Ótrúleg frammistaða hjá metnaðarfullum og hugrökkum konum sem sáu árangur og mikilvægi fræðslunnar í námskeiðinu „Verndarar barna“. Starfskonur Stólstafa hafa með þessu sannað að þetta er hægt og það á ekki lengri tíma“, segir í tilkynningu Blátt áfram. 

 

...
Meira

Látum ekki deigan síga

Námskeiðið Verndarar barna hefur afar hlotið góðar viðtökur hér vestra. Búið er að halda nokkur námskeið fyrir Ísafjarðarbæ, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og fleiri. Einnig er búið að skipuleggja nokkur námskeið í viðbót á Ísafirði, í Bolungarvík og á Flateyri og verið er að setja niður dagsetningar fyrir Vesturbyggð,Tálknafjarðahrepp, Reykhólahrepp, Kaldrananeshrepp og Hólmavík.  

Gaman er að segja frá því líka að það er sífellt að aukast að við séum beðnar um fyrirlestra um starfsemi Sólstafa og um námskeiðið. T.d. höfum við haldið fyrirlestra fyrir Samband Vestfiskra kvenna sem er svæðafélag vestfiskra kvenfélaga, Vesturafl og  mömmumorgna á Ísafirði. Eftir fyrirlesturinn hjá SVK hafa kvenfélög hér í kring verið dugleg við að hafa samband og biðja um fræðslu. Framundan eru fyrirlestrar fyrir kvenfélagið Hlíf á Ísafirði og kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal.  

Þrátt fyrir erfitt efnahagslegt ástand
...
Meira

OPIĐ NÁMSKEIĐ 30. OKT NK.

Rannsóknir sína að 1 af hverjum 5 stelpum og einn af hverjum 10 strákum á Íslandi verða fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 18 ára aldur. Níutíu prósent þeirra barna sem verða fyrir misnotkun eru misnotun af einhverjum sem þau þekkja og treysta, m.a. kennurum, þjálfurum, prestum, ráðgjöfum, foreldrum, vinum o.sv.frv            

Við hjá Sólstöfum Vestfjarða höfum tekið höndum saman með Blátt áfram samtökunum um að halda námskeiðið Verndarar barna um allt land.  Námskeiðið Verndarar barna boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð. Efnið byggist á 7 skrefa bæklingnum til verndar börnunum okkar.  Svarað verður spurningum eins og hver eru merkin? Hvert á að leita hjálpar? Af hverju börnin segja ekki frá? Hvernig og af hverju á ég að tala um þetta við börnin ? 

Við viljum hvetja þig til að skrá þig til þátttöku og taka þannig þátt í þessu með okkur.
Fyrsta opna námskeiðið verður dags: 30. október nk. kl 19.
Námskeiðið kostar kr. 9.000. Hægt er að kanna hvort unnt sé að fá niðurgreiðslu frá stéttarfélagi eða atvinnuveitanda.  Innifalið í verði er verkefnabók  ásamt 7 skrefa bæklingnum, kaffi og súpa.    
Staðsetning : Ráðgjafa og nuddsetrið, Sindragötu 7, Ísafirði 


Við höfum ekki efni á að láta þetta okkur ekki varða :  verndum æsku barna okkar!                        
Skráning og upplýsingar í síma 846 8846 eða harpao@solstafir.is

Fréttasafn

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón