A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Viđburđaríkt sumar

Billa sólstafakona í fullum skrúđa
Billa sólstafakona í fullum skrúđa
« 1 af 2 »
Sumarið hefur verið alveg einstaklega yndislegt þetta árið. Mikið gerðist hjá Sólstöfum Vestfjarða, bæði varðandi félagið og í einkalífi starfsmanna.

Eins og sjá má á fyrri færslum fengum við heimsókn frá Bandaríska sendiráðinu þann 2. ágúst sl. og þann 10. júní var formleg opnun á Sólstafahúsinu að Túngötu 12, Ísafirði. Einnig hófum við að taka einstaklingsviðtöl og gengur það mjög vel.

Af starfsmönnum er það að frétta að bæði Marsibil og Sunneva gengu í það heilaga. Til lukku Billa og Sunna ! Megi gæfan fylgja ykkur hvert sem þið farið og hvað sem þið gerið!

Ingibjörg María, eða bara Inga Maja flutti frá okkur til þess að taka við stöðu skólastjóra sem hún á eflaust eftir að standa sig vel í eins og í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur þessi sterka og klára kona.
Ekki var það bara Inga Maja sem flutti heldur fór Sunna okkar líka til Danmerkur þar sem hún mun dvelja næstu 2-3 árin við nám og eignast fyrsta Sólstafabarnið. Að því loknu mun hún koma fílefld tilbaka til Ísafjarðar með þekkingu á bakinu sem á eftir að nýtast vel í starfi hennar hjá Sólstöfum. Hún verður þó ekki "langt undan" þar sem við erum í daglegu sambandi við hana í gegnum tölvuheimana.

Gangi ykkur vel stelpur, við söknum ykkar mikið !!
Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón