A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Veturinn annasamur og vonandi árangursríkur

Markmið okkar m.a. er að virkja hina fullorðnu í okkar samfélagi í að vernda börnin gegn kynferðislegri misnotkun. Það er  mikilvægt að allir séu upplýstir á sama hátt og þekki sömu staðreyndir. Við viljum einnig vekja þá sem misnota til umhugsunar og reyna með markvissum  aðgerðum koma í veg fyrir að þeir athafni sig hér.

 

Við ætlum okkur að fá alla starfsmenn sem vinna með börnum á Vestfjörðum til að sitja námskeiðið „Verndarar barna“  og höfum við sent  út óskir um samstarf til allra sveitarfélaga og hreppa á Vestfjörðum.  Samkvæmt verðskrá Blátt áfram kostar námskeiðið kr. 9.000 fyrir hvern einstakling. Því er ljóst að töluvert fjármagn þarf til þess að láta þetta rætast. Við teljum að á Vestfjörðum öllum séu um 5-600 starfsmenn sem vinna með börnum og því þurfum við að safna um 5.500.000 kr. Er fimm og hálf milljón mikill peningur fyrir að vernda börn í heilum landshluta  gegn kynferðislegu ofbeldi?  Dagmæður, leikskólakennarar,  kennarar í grunnskóla og menntaskóla, íþróttaþjálfarar, starfsmenn félagsmiðstöðva, lögreglan, allir þjálfaðir í því að vernda börnin okkar gegn kynferðislegu ofbeldi. Nei, þetta er hlægileg upphæð. :

Þau sveitarfélög og hreppir sem hafa svarað erindi okkar hafa ákveðið að taka þátt í kostnaðinum með okkur og vonumst við til að fá fleiri til liðs við okkur innan skamms. 

Enn sem komið er höfum við bókað 4 námskeið og einn fyrirlestur í september. Þegar hausta tekur eigum við von á því að bókunum muni fjölga hratt.

 

Fylgist með !

 

 

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón