A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Stígamótakonur heimsækja Sólstafakonur

Guðrún Jónsdóttir(Rúna) talsmaður Stígamóta
Guðrún Jónsdóttir(Rúna) talsmaður Stígamóta
« 1 af 2 »
Föstudaginn 13. apríl munu tvær Stígamótakonur, þær Guðrún Jónsdóttir (Rúna) og Thelma Ásdísadóttir sem er nýbyrjuð að starfa fyrir samtökin, heimsækja okkur Sólstafakonur.  Rúna, eins og hún er kölluð, er talskona Stígamóta og einn af stofnendum samtakanna. Thelma gaf út sögu sína Myndin af pabba, sem skráð var af Gerði Kristnýu, árið 2005. Þar segir hún frá grimmilegu kynferðislegu ofbeldi sem hún og systur hennar urðu fyrir frá hendi föður síns og fleiri. Vægast sagt mögnuð bók.  

Þær stöllur munu halda smá námskeið fyrir okkur þar sem farið verður yfir samtalstækni meðal annars. Þetta verður smækkuð útgáfa af leiðbeinandanámskeiði sem yfirleitt er lengra og ítarlegra. Leiðbeinandanámskeiðin eru haldin á haustin í Reykjavík og standa yfir í 3 daga. Þeim Sólstafakonum sem ekki höfðu farið á námskeið þótti of langt að bíða fram á haustið þar sem eftirspurnin eftir aðstoð er mikil og buðum við þeim því til okkar til þess að hjálpa okkur að komast af stað. Að sjálfsögðu tóku þær vel í það þessar kjarnakonur.

Við munum væntanlega skrifa eitthvað um námskeiðið að því loknu hér á síðunni, fylgist því vel með!
Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón