A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Sólstafir hljóta veglegan styrk

ÓB hópurinn, Eygló, Írís, Gummi, Gréta og Matta. Myndina fengum viđ lánađa af www.obeislud.it.is
ÓB hópurinn, Eygló, Írís, Gummi, Gréta og Matta. Myndina fengum viđ lánađa af www.obeislud.it.is
« 1 af 2 »

Nokkrir einstaklingar innan kunningjahóps sem hafa hist reglulega á kaffihúsinu Langa Manga yfir kaffibolla, tóku sig saman og ákváðu að halda fegurðarsamkeppni í óbeislaðri fegurð, Í Hnífsdal þann 18 apríl sl. 

Fegurðarsamkeppnin á sér enga líka, onei. "Óbeisluð fegurð" var titill hennar og þar kepptu 13 einstaklingar á misjöfnum aldri, misjafnlega mikið grannir eða bústnir, hrukkóttir, hávaxnir eða lágvaxnir, með hækjur eða án. Því meira sem lífið sást utan á þeim því betra. Keppnisreglurnar voru mjög einfaldar: þátttakendur áttu að vera komnir af barnsaldri, vera sem upprunalegastir sem þýddi að engar hárígræðslur, brjóstastækkanir eða aðrar lýtaaðgerðir voru leyfðar.  Tilgangur keppninnar er að vekja athygli fólks á þeim kröfum og stöðlum sem fegurðariðnaðurinn setur varðandi útlit. Hópurinn bendir á að aðeins lítill hluti mannskys nái þeim stöðlum og alvarlegt sé að fólk sé jafnvel að látast úr lystarstoli vegna þeirra. Því ákvaðu þau að búa til sína eigin staðla sem byggja á náttúrulegri fegurð. Fólk eigi að vera stolt af líkama sínum og mörkum lífsins á honum eins og hrukkum og slitum.


ÓB hópurinn tók strax þá ákvörðun að allur ágóði af keppninni myndi renna til Sólstafa Vestfjarða. Í dag kl 17 fór fram afhending styrksins til okkar og mættum við Inga Maja galvaskar, spenntar og ákaflega þakklátar Sólstafakonur til þess að taka við honum. Aldrei hefði okkur dottið í hug hve upphæðin var há!!!!!! 497.000 kr !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ég er ennþá með gæsahúð! Við erum allar ótrúlega þakklátar og hrærðar yfir þessu. ÓB hópurinn, keppendurnir og allir þeir sem stóðu að þessari keppni eiga 100 falt húrrahróp skilið fyrir þetta, algörlega ómetanlegt að fá svona mikinn stuðning í nýhafinni baráttu okkar.


Lýk þessari færslu með tilvitnun:

Það eru aðeins miklar sálir sem skilja hve dýrðlegt er að gera gott.

-Sófókles

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón