A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Óskaspjald í ţriđjudagkvöldi

Síðast liðin þriðjudagskvöld höfum við haft opin kvöld í Sólstafahúsinu frá 20 – 22.  Markmiðið er að fá sem flesta, ekki bara þolendur ,til þess að koma og spjalla við okkur  um hvernig við getum barist á móti kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum og fullorðnum.  Hvaða leiðir eru mögulegar, hvað við sem einstaklingar getum gert til þess að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi.  Við höfum setið og spjallað við kertaljós, ilmandi kaffi og þegar úti er veður vont höfum við jafnvel  haft  súkkulaðimola í skál.

Næstu þriðjudagskvöld ætlum við að prófa eitthvað nýtt.  Jafnframt því að spjalla munum við gera hin ýmsu verkefni. T.d., í þessari viku, þriðjudagskvöldið 9. okt,  ætlum við að útbúa óskaspjöld.  Hugmyndin kemur úr bók Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur, Móti hækkandi sól.

Við gerð óskaspjalda höfum við við hendina FULLT af tímaritum, skæri, stórt karton og límstift. Óskaspjöldin auðvelda okkur að láta drauma okkar og markmið verða að veruleika. Við flettum í gegnum tímaritin og í hvert sinn sem mynd eða texti kallar á okkur klippum við það út, sama hvað það er.  „The sky is the limit“ eins og einhver sagði. Myndirnar/textinn er síðan límdur á kartonið og óskaspjaldið er komið.  Óskaspjaldið höfum við með okkur heim og höfum á stað þar sem við skoðum það reglulega.  Með því að hafa drauma okkar og óskir fyrir framan okkur daglega aukast líkurnar á því að skrefin í áttina að þeim verði tekin.

Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á að eiga notarlegt kvöld með góðu fólki við gerð óskaspjalda. Það eina sem þið þurfið að hafa með ykkur eru skæri og límstift ef þið eigið.

Látum drauma okkar rætast!

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón