A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Opinn fundur fyrir žolendur kynferšis ofbeldis 1.maķ 2007.

Við Sólstafakonur höfum ákveðið að hittast í ráðgjafa og nuddsetrinu í dag klukkan 16:00. Dagurinn verður með öðru sniði en venjulega því í dag viljum við bjóða þeim sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi að mæta og þeim sem jafnvel geta hugsað sér að starfa með okkur og hjálpa okkur að efla okkar starfsemi. Það þarf að rjúfa þögnina. Það er gríðarlega mikilvægt verk að vinna. M.a. það sem við höfum gert er að fara í Grunnskólann á Ísafirði og fræða krakkana. Ég hef nú þegar talað við 10. 9. og 8. bekk og á miðvikudaginn n.k. tala ég við 7. bekk. Allir krakkarnir hafa verið yndisleg og taka vel á móti mér og eru dugleg að spyrja og alveg ófeimin við að koma sínum skoðunum á framfæri;) Mig langar því til að hvetja alla þá sem vilja og alla þá sem þurfa virkilega á því að halda að mæta.. að mæta í dag. Annars bara að hafa samband í símann okkar 846-8846

Ráðgjafa og nuddsetrið er við Sindragötu 7. Við setjum friðarkerti við útihurðina. Verið velkomin.

Kveðja Sunneva Sigurðardóttir baráttukona gegn ofbeldi.
Eldri fréttir
Į döfinni Tenglar
Vefumsjón