A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Óbeisluš fegurš 2007

Okkur til mikillar ánægju mun allur ágóði af fegurðarsamkeppninni "óbeisluð fegurð" renna til Sólstafa.

Nokkrir einstaklingar innan kunningjahóps sem hafa hist reglulega á kaffihúsinu Langa Manga yfir kaffibolla, tóku sig saman og ákváðu að halda fegurðarsamkeppni í óbeislaðri fegurð, á Ísafirði þann 18 apríl nk. Eftir miklar umræður þessa kunningjahóps um hvernig í ósköpunum væri hægt að keppa í fegurð settu þeir einfaldar keppnisreglur:

Þátttakendur verða að vera komnir af barnsaldri.
Hárígræðslur, brjóstastækkanir og aðrar lýtaaðgerðir geta útilokað fólk frá keppni.
Það telst keppendum til tekna ef lífið sést utan á þeim. 

Tilgangur keppninnar er að vekja athygli fólks á þeim kröfum og stöðlum sem fegurðariðnaðurinn setur varðandi útlit. Hópurinn bendir á að aðeins lítill hluti mannskys nái þeim stöðlum og alvarlegt sé að fólk sé jafnvel að látast úr lystarstoli vegna þeirra. Því ákvaðu þau að búa til sína eigin staðla sem byggja á náttúrulegri fegurð. Fólk eigi að vera stolt af líkama sínum og mörkum lífsins á honum eins og hrukkum og slitum.
Meðal annars verður keppt um titilinn Michelin 2007, húðslit 2007 og dansukker 2007. 

Eygló Jónsdóttir, meðlimur í ÓB hópnum segir :"Það má ekki gleyma því að með þessari keppni viljum við skemmta okkur og öðrum og við erum fullviss um að fólk er tilbúið að gera sér glaðan dag með okkur.

Eldri fréttir
Į döfinni Tenglar
Vefumsjón