A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Notarlegt kvöld í Sólstafahúsinu

Sýndu hugrekki, rjúfđu ţögnina!
Sýndu hugrekki, rjúfđu ţögnina!
Við viljum hvetja alla þá sem áhuga hafa að kíkja til okkar í kaffi í kvöld, þriðjudaginn 28. ágúst, á milli 20 og 22. Boðið verður upp á kaffi og notarlegheit í Sólstafahúsinu öll þriðjudagkvöld á þessum tíma og mun þetta vera fyrsta kvöldið af vonandi mörgum. Ætlunin er að spjalla saman á rólegu nótunum um allt milli himins og jarðar.

Markmiðið er að fá fólk til þess að vakna til vitundar og ræða um hvernig við getum hjálpast að við að efla samfélagið, þar með okkur sjálf,  í því að vernda börnin okkar og fullorðna gegn kynferðislegu ofbeldi.

Okkur ber skylda til þess að vera hughrökk og ábyrg í þessum málum, að þora að tala um, greina og fyrirbyggja kynferðisofbeldi. 
Okkur ber skylda til þess að spyrja " Hvað get ég gert til þess að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi?"

Þögnin er verst. Við viljum ræða þessi mál við ÞIG sem ert þolandi, móðir, faðir, afi, amma, frænka, frændi, systir, bróðir, vinur, kennari, alla þá sem eru hluti af samfélaginu. 


Baráttukveðjur
Sólstafakonur

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón