A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Námskeið á næstunni og ný starfskona Sólstafa

Mynd: Ágúst G. Atlason.    Velkomin Lísbet!
Mynd: Ágúst G. Atlason. Velkomin Lísbet!
« 1 af 3 »

Sólstafir Vestfjarða ætla að taka þátt í forvarnarverkefni samtakanna
Blátt áfram sem hafa hrundið af stað langtíma verkefni með miklum glæsibrag. Við
hjá Sólstöfum ætlum okkur að uppfræða Vestfirði, vekja fólk til vitundar
um að það er nauðsynlegt að standa saman að því að vernda börnin okkar.
Það gerum við með því að halda námskeiðið Verndarar Barna fyrir alla þá
sem vinna með börnum . Forvarnarátak Blátt áfram samtakanna felst að
stórum hluta í þessu námskeiði og höfum við mikla trú á því. Við komum til
með að fara með þessa fræslu víðsvegar um Vestfirði á næstu 1-2 árunum.

Í dag erum við með hóp fólks sem er bjartsýnt á að láta þetta ganga og
virkja Ísafjarðabæ og helst alla Vestfirði  í að ,,Vernda börnin". Vekja
heilt bæjarfélag eða heilan landshluta til vitundar því þörfin er mikil.
Nú þegar hafa þrjár starfskonur Sólstafa farið á leiðbeinandanámskeið hjá
Blátt áfram. Við höfum reiknað gróflega að í stofnunum, fyrirtækjum og
félögum í Ísafjarðarbæ séu rúmlega 300 - 400 manns sem vinna með börnum og
því er mikið verk fyrir höndum. Þá eru ótaldir starfsmenn sem vinna með
börnum í Bolungarvík, Súðavík, Hólmavik, Drangsnesi, Reykhólum,
Patreksfirði, Tálknafirði og fleirum stöðum. Við ætlum okkur í sameiningu
að safna fyrir því að allir þessir starfsmenn geti setið þetta
mikilvæga námskeið án þess að þurfa leggja  fram fyrir öllu
námskeiðsgjaldinu sem er kr. 9000 fyrir hvern þátttakanda.
Það verður meginverkefni okkar 2008-2009 að uppfræða fólk. Nú þegar erum við byrjaðar
á að kynna námskeiðið og förum af stað með það fyrsta nk. mánudag, 2.
júní. Starfsmenn Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar munu sitja það námskeið.
Einnig verður aðstandendum keppninnar Óbeisluð fegurð, Rauða Krossinum á
Ísafirði og Zonta konum á Ísafirði boðið á námskeið sem þakklætisvott
fyrir veittan stuðning. Fyrsta opna námskeiðið verður haldið 12. júní nk.
kl 18:00 í Ráðgjafa og nuddsetrinu að Sindragötu 7, Ísafirði. Öllum er
frjálst að skrá sig í síma 846 8846 eða harpao@solstafir.is. Gjald fyrir
hvern þátttakanda á opna námskeiðið er kr. 9.000. Í boði verður ljúffeng
súpa og ilmandi brauð. Frekari námskeið hafa ekki verið ákveðin en í haust
munum við halda námskeið fyrir starfsfólk Grunnskóla Ísafjarðarbæjar ásamt
því að vera með fræðslu fyrir nemendur. 7.-10. bekkjar skólans.

Ný starfskona hefur bæst í hóp hinna vösku valkyrja, hún heitir Lísbet
Harðardóttir og er umsjónarkona félagsmiðstöðvar Ísafjarðarbæjar. Við erum
mjög ánægðar með að fá að njóta starfskrafta henar , sérstaklega þar sem
Lísbet hefur mikla og góða reynslu af því að vinna með unglingum og hefur
því góða innsýn í þeirra líf. Við bjóðum hana innilega velkomna!
Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón