A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Haust og vetrarstarf Sólstafa

Dagurinn styttist óðum og við hjá Sólstöfum erum að undirbúa haust og vetrarstarfið. Eftir að Sunna og Inga Maja fluttu stöndum við þrjár eftir, Harpa Stefánsdóttir, Harpa Oddbjörnsdóttir og Marsibil Kristjánsdóttir. Munum við halda utan um starfið í fjarveru Sunnevu en mun hún þó fylgjast vel með okkur að utan enda ekki mikið mál þegar tölvur eru orðnar "besti vinur mannsins" ef svo má segja.

Ýmislegt er í bígerð hjá okkur í vetur, m.a.:

  • Frekari fræðsla í Grunnskóla Ísafjarðar
  • Komast að með álíka fræðslu í öðrum skólum á Vestfjörðum
  • Opið spjallkvöld öll þriðjudagskvöld frá 20-22
  • Síminn opinn allan sólahringinn fyrir bókanir í einstaklingsviðtöl
  • Starfskonur fara á leiðbeinandanámskeið hjá Stígamótum
  • Leiðbeinandanámskeið hjá Blátt áfram vegna forvarnarátaks gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
  • Hópastarf
  • Einstaklingsviðtöl
  • og margt margt fleira....
Við viljum benda á að öllum er velkomið að kíkja til okkar í spjall, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum, öllum. Bara hringja í 846 8846 og við bjóðum ykkur upp á dýrindis kaffibolla og gott spjall.

Baráttukveðjur
Sólstafakonur
Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón