A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Forvarnarátak gegn kynferđislegu ofbeldi á börnum

Forvarnarátak

Fyrir 2 vikum síðan sat ein Sólstafakvenna leiðbeinandanámskeið hjá Blátt áfram samtökunum þar sem hún lærði að leiða námskeið fyrir fullorðna einstaklinga, s.s. foreldra, afa og ömmur, frænda og frænkur, systur og bræður, kennara, námsráðgjafa, bara alla þá sem eiga, eru í kringum eða vinna með börnum. 
Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla forvarnir í bæjar- og sveitarfélögum gegn kynferðislegur ofbeldi á börnum. 

Markmiðið er að á næstu 5-7 árum náum við að þjálfa 5% af fullorðnum á Íslandi í að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi. 
Hver sá sem sækir námskeiðið nær að vernda 10 börn skv. niðurstöðum rannsókna samtakanna Darkness to Light.


Þegar við yfirfærum þessar tölur yfir á Vestfirði þá þarf ég að fá 210 manns á þetta námskeið.  Brjálað að gera framundan greinilega!

Af hverju 5%?

Útreikningur: (Tekið af síðu Blátt áfram)"Yfirleitt eru fullorðnir 75% af heildaríbúafjölda á hverjum stað. Samkvæmt könnunn samtakanna “Darkness to Light” má gera ráð fyrir því að fyrir hvern einn fullorðinn sem situr námskeiðið Verndarar Barna megi vernda u.þ.b. tíu börn gegn kynferðislegu ofbeldi (v.þ.a. flestir sem taka þátt í námskeiðinu eiga börn, eru í fjölskyldum þar sem eru börn, vinna með börnum eða ungu fólki eða búa í nágrenni við börn og ungt fólk). Ef 5% af fullorðnum eru margfölduð með 10, þá er það u.þ.b. fjöldi barna á hverjum stað (24% af íbúafjöldanum).  Þannig getum við vonandi verndað öll börnin á viðkomandi stað."

Við ætlum okkur svo sannarlega að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum með því að halda þetta námskeið eins oft og við getum og sem víðast um kjálkann. Ábyrgðin á að vera í höndum okkar fullorðina. Ábyrgðin Á að vera okkar. Það erum við sem getum verndað og frætt börnin til þess að þau eigi gott líf framundan. beldi á börnum? Við teljum að með því að setja ábyrgðina á þessu viðkvæma máli í hendur fullorðina þ.e.  þeim sem umgangast börn, mömmur, pabbar, afar, ömmur, frændur, frænkur, bræður, systur..sem sagt við öll, getum við verndað þau sem minna mega sín og boðið þeim upp á bjartari framtíð!


Fyrsta námskeiðið sem við verðum með verður þann 14. nóv nk í Ráðgjafa og nuddsetrinu að Sindragötu 7, Ísafirði kl 19. Námskeiðið kostar 9000. Innifalið er í því : námskeiðið, vinnubók, bæklingur, léttar veitingar. Þann 15. nóv er einnig námskeið, fullt þátttaka er á það námskeið en tekið er niður á biðlista.

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón