A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

Bandaríska sendiráđiđ í heimsókn

Mynd fengin ađ láni af vef www.bb.is
Mynd fengin ađ láni af vef www.bb.is

Við fengum góða heimsókn þann 2. ágúst sl. Brad Evans, stjórnmálaerindreki sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, og Axel V. Egilsson, stjórnmálafulltrúi stjórnmáladeildar þess settu sig í samband við okkur í júlí og vildu endilega fá að kíkja á starfsemina. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna gefur út árlegar skýrslur um  mannréttindarmál og var erindrekinn og fulltrúi hans, staddur hér til þess að afla upplýsinga fyrir þær skýrslur. Voru þeir að kynna sér þessi málefni út á landi. Fyrir utan að heimsækja okkur fóru þeir að skoða Fjölmenningarsetrið og hittu síðan Halldór Halldórsson bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

Sóttum við þá út á flugvöll snemma morguns og keyrðum þeim um helstu staði á svæðinu, m.a. Neðstakaupstað, Gamla sjúkrahúsið, hafnarsvæðið og að lokum upp að gamla skíðaskálanum. Mynduðu þeir í gríð og erg enda veðrið ekki að spilla fyrir okkur, glaða sólskin og brakandi hiti.
Rúnturinn endaði í Sólstafahúsinu þar sem við buðum þeim upp á morgunmat og sátum við og spjölluðum í langan tíma. Að þeirra sögn er baráttan gegn kynferðislegu ofbeldi einn mikilvægasti málaflokkurinn í mannréttindamálum yfirleitt. Sýndu þeir starfi okkar mikinn áhuga og höfðu margar spurningar sem við svöruðum eftir bestu getu. 

Við vonum að þetta hafi verið fyrsta heimsókn opinberra aðila, sem og annarra,  af mörgum.

Eldri fréttir
Á döfinni Tenglar
Vefumsjón