A A A
Veftré
Valmynd Greinar/Pistlar Tenglar

And I think to my selve......what a wonderful world....

Mig langaði til að segja frá því að í.ann 1. maí sl. var opinn fundur hjá Sólstöfum þar sem við buðum þolendum kynferðisofbeldis og þeim sem jafnvel höfðu áhuga á að vinna með okkur velkomna að fræðast um vinnu okkar. Fundurinn var ágætlega auglýstur og margir ætluðu að mæta og voru búnir að boða komu sína. Ég vissi um a.m.k. 5 manns í viðbót sem ætluðu að mæta.. Þegar fundurinn hófst voru ekki margir komnir en þó nokkrir.. en það er eins og skelfing og ótti hafi náð yfir hópinn. Þetta er svo mikið þjóðfélags vandamál. Hugsið ykkur hvað það er erfitt fyrir fólk að koma fram..   Ekki endilega til að fara í fjölmiðla og segja alla sína sögu og gera líf sitt opinbert heldur bara að koma til okkar og segja "ég hef lent í þessu líka"... það er svo erfitt..
Þögnin er okkar versti óvinur. Það eina sem við getum gert er að kæfa þögnina. Opnum umræðuna meira.. tölum um þetta.... þetta er ekki eðlilegt. Þetta er ekki réttlátt.. Ég er allaveganna búin að fá nóg. Ég var misnotuð frá 8-13 ára aldurs og mér var nauðgað og ég skammast mín ekki fyrir það. Ég get ekkert gert til að breyta því sem þegar er orðið en ég ætla að gera mitt besta til þess að hjálpa öðrum. Maðurinn sem var vinur fjölskyldunnar brást mínu trausti og rændi æsku minni. Er það mér að kenna? Barninu? Nei.. Hann á alla sök í málinu. Hann má eiga þessa skömm. Það er samt ekki fyrr en einhver nákominn þér sem lendir í þessu fyrr en þú virkilega áttar þig á þessu.. Skelfingin og ógeðið. Komum í veg fyrir þetta. Fræðum börnin okkar.. kíkið á blattafram.is og lesið  ykkur um. Þetta varðar okkur öll. Ég ætla að halda áfram herferð minni.. Ég hætti ALDREI!!

Kveðja Sunneva baráttukona. 
Eldri fréttir
Į döfinni Tenglar
Vefumsjón