Veggir úr sögu kvenna í Safnahúsinu á Ísafirði 9. mars kl. 17-19
Velkomin á opnun sýningarinnar „Veggir úr sögu kvenna“ í Safnahúsinu á Ísafirði mánudaginn 9. mars kl. 17.
Þessi farandsýning Kvenréttindafélagsins sýnir svipmyndir úr kvennabaráttu síðustu 100 árin og hefur verið á flakki á þessi ári. Hún kemur frá Norska húsinu í Stykkishólmi en hóf för sína í Snorrastofu í Reykholti og mun síðan fara á Blönduós, Akureyri, Húsavík, Egilsstaðir, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjar, Árborg, Reykjanesbæ og ljúka för sinni í Reykjavík í desember.
Í tilefni af opnun sýningarinnar verður haldin dagskrá í Safnahúsinu á Ísafirði mánudaginn 9. mars. kl. 17-19.
Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi ávarpar fundinn, Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur heldur fyrirlestur um Andreu Guðmundsdóttur saumakonu (fyrstu konuna sem kaus í sveitstjórnarkosningum á Ísafirði), Sigurður Pétursson sagnfræðingur heldur fyrirlestur um Þóru Einarsson og stofnun verkakvennafélags á Ísafirði, og tónlist verður spiluð fyrir gesti
Kaffiveitingar verða í boði kvenfélaganna Hlíf á Ísafirði og Hvöt í Hnífsdal.
(Fengið héðan 8. mars 2015 http://www.kvenrettindafelag.is/2015/veggir-ur-sogu-kvenna-a-isafirdi-safnahusid-9-mars-kl-17-19/)